Smá pistill um heimsókn til Íslands í sumar og heimsókn frá Íslandi í nóvember.

Kafli 1 Ferð til Íslands.

Alveg síðan ég var á Íslandi í fyrra hefur mig langað að kíkja í bústaðinn til pabba og hjálpa aðeins til. 

Pabbi og Erla, enn eiturhress, en eru hætt að mæta á æfingar hjá FH og maður er farinn að sjá að þau geta ekki lengur hlaupið maraþon. Samt sem áður eru þau ótrúleg í þessu bústaðabraski sínu. 

Allavegana, mig langaði að fara og kíkja á þau og Alexander og gafst tækifæri til þess 22. ágúst síðastliðinn. Ég var í heila 6 daga þar af 2 í bústaðnum. Frábær ferð og fékk að njóta þess að labba um miðbæ Reykjavíkur með frumburðinn með mér á menninganótt. Allra stærst fyrir mig var að sjá NýDönsk (Gammel dansk) á sviðinu og Herra Hnetusmjör kom á óvart.  


Byrjuðum ferðina hjá pabba og Erlu á Norðurbakkanum og fengum steiktan möndlusilung, bjór og slökun
Skelltum okkur í bústað með meiri bjór til að geta fellt tré.


Aflinn dreginn að landi.
Pabbi að rölta niður að bryggjunna hjá Ásgeiri frænda og næla sér í meiri silung.


Við skelltum upp smá handriði/girðingu svo við fyndum ekki pabba í fjöru þegar hann dregur inn netið.

Fyrsta hollið. Samtals um 25 veiddir þessa þrjá daga.

Leikfang.




Alveg frábær ferð. Gott að hitta gengið og fékk einnig ljómandi barnaafmæli í kaupbæti.













Ellen, Laufey Ósk, Alexander og Berglind í ammmmælinu




.









Klassískur Galdur úr eldhúsi Ellenar :)








Kafli 2. Heimsókn frá Íslandi

Nú var komið að Pabba og Erlu að kíkja á okkur í litla bænum okkar Ryslinge á Fjóni í verlferðarríkinu Danmörk. 

Ég sótti Erlu og Pabba á Kastrup 22. nóvember. Ofsalega gaman að sjá þau gömlu. Pabbi með smá hjálp þar sem mjöðmin er að plaga hann eitthvað. 
Jara hitti jólasvein í Lyngby rétt hjá íbúðinni hennar Dísu.

Við byrjuðum á að kíkja á Matthías og loks fengu þau að sjá hvar hann býr og fá að sjá hans ótrúlega Legó safn. 
Þaðan var haldið til nýju íbúðarinnar hennar Dísu, sem hægt og rólega er að skríða saman. 

Svo var brunað á Fjón í kryddsíld og jólabjór. 

Á sunnudeginum kíktum við á Jólamarkað í Egeskov höll. Ofsalega flottur markaður. Það var svolítið kalt en gott start á jólatímabilinu. Held svei mér þá að jólaandinn hafi komið yfir mig mitt á milli ég hnerraði illa klæddur og kaldur.
Pabbi á röltinu í Egeskov.



Velþeginn kakóbolli í kuldanum.


Um kvöldið eldaði ég loksins almennilegan mat, vel studdur af kryddsendingunni frá Elleni systur. Norður afrísk áhrif á blessuð dönsku kjúklingalærin. Virtist fara vel í mannskapinn.

Mánudagurinn fór ekki alveg eins og planað. Ég og pabbi ætluðum að fara í "Geirsbúð" (þetta er frasinn í fjölskyldunni. Geir frændi var mikill aðdáandi byggingavöruverslana), en ca 50 metra frá húsinu dó bíllinn okkar. Tímareim (keðja) hoppaði af og ekki ólíklegt að vélin sé ónýt. Gott að við eigum tvo bíla.
Bíllinn er núna á verkstæði og elskulegur bifvélavirkinn okkar ætlar að reyna að sjá hvort eitthvað sé hægt að gera án þess að við þurfum að selja líffærin úr börnunum okkar.

Anyway, Pabbi og Erla gistu hjá okkur fyrstu þrjár næturnar og svo héldu þau inn í Odense og fengu bæjarferð líka. Pabbi komst í uppáhalds danska réttinn sinn Stjerneskud og bjór. Verður ekki betra.

Góðri ferð lauk í gær, laugardag, og hlakka mikið til að hitta kallinn aftur á nýju ári.







Seinasta kvöldið skelltum við pabbi okkur á bar rétt hjá hótelinu. Fengum þennan fína Tapas platta og nutum okkur. Ofsalega gott að kjafta um allt og ekkert. Sátum þarna í eina 2 tíma og öllum gott að ná svona tíma saman.




Við Jara fengum smá smink á jólamarkaðnum í Ryslinge. Sést ekki vel, en ég fékk glimmer og lit í skeggið, verð með glimmerað skegg fram á næsta ár.









 

Ummæli

Helgi sagði…
Vel gert að smella inn færslu. Gott að hitta fólkið sitt, sammála því.

Vinsælar færslur